Karlakórinn Voces Masculorum var stofnaður árið 2000 og er eingöngu skipaður tónlistarmenntuðum söngmönnum. Kórinn syngur aðallega við útfarir en hefur einnig komið fram við ýmis tækifæri s.s. við brúðkaup, afmæli, árshátíðir, messur, skírnir og styrktartónleikum ýmiskonar.
Fjöldi söngmanna getur verið breytilegur, allt frá 4 upp í 18 og efnisskráin er nær ótæmandi. Ef lagið er ekki til í útsetningu fyrir karlakór þá eru einstaklingar í kórnum sem geta útsett það með tiltölulega stuttum fyrirvara.
Nánari upplýsingar veitir Hjálmar P. Pétursson í síma 699 5617. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið hpp@voces.is